Þjónustumiðstöð Austur - Grafarvogur

Gylfaflöt 5
112 Reykjavík

Húsið við Gylfaflöt 5

Um þjónustumiðstöðina

Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness (Miðgarður) og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts sameinuðust í  þjónustumiðstöð Austur í ársbyrjun 2022. Stefnt er að því að sameina starfsemina undir einu þaki í náinni framtíð.

Þjónustumiðstöðin sér um alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Hægt er að skila öllum umsóknum um þjónustu borgarinnar til þjónustumiðstöðvarinnar sem ber ábyrgð á að koma þeim í réttar hendur innan borgarkerfisins.

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið nánari upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina í síma 411-1400 eða senda tölvupóst.

Meginmarkmið með starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar er:

  • Að þjónusta verði aðgengilegri og að íbúar geti snúið sér á einn stað með erindi sín.
  • Markviss þjónusta með þverfaglegu samstarfi og samþættingu verkefna.
  • Efling félagsauðs í hverfum og aukið samstarf við íbúa, félagasamtök og aðra í hverfinu.
  • Búa borgina undir framtíðina til þess meðal annars að hún geti tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu.

Markmið með auknu samstarfi á sviði félags- og skólaþjónustu er að veita heildstæðari og metnaðarfyllri þjónustu til skóla, einstaklinga og fjölskyldna í hverfinu.
Til að þjónustan verði sem best er lögð áhersla á samvinnu við þá sem til þjónustumiðstöðvarinnar leita.

Vegna skólaþjónustu má vænta:

  • Ráðgjafar og handleiðslu til þeirra sem koma að málefnum barna, hvort sem um er að ræða starfsfólk skóla eða foreldra.
  • Aðstoðar við að koma á samvinnu milli heimilis og skóla.
  • Sálfræðilegrar greiningar og ráðgjafar til foreldra. 

Vegna félagsþjónustu má vænta:

  • Að heildarsýn verði höfð að leiðarljósi í vinnslu mála er varða einstaklinga og fjölskyldur.
  • Félagslegrar ráðgjafar til einstaklinga og fjölskyldna.
  • Hjálp til sjálfshjálpar.

Framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Austur er Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir.