Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna greiðslu á húsaleigu umfram hefðbundnar húsnæðisbætur.  

Á ég rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi?

Til að eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Eiga rétt á húsnæðisbótum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  • Vera orðinn 18 ára.
  • Eiga lögheimili í Reykjavík.
  • Vera í leiguhúsnæði í Reykjavík.
  • Vera með að lágmarki sex stig í matsviðmiðum fyrir sérstakan húsnæðisstuðning, þar af tvö stig fyrir félagslegar aðstæður. 
  • Samanlagðar tekjur heimilisfólks séu undir efri tekjumörkum samkvæmt 5. gr. reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.  
  • Samanlagðar eignir heimilisfólks á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 7.745.000 krónur.   

Eru gerðar undanþágur frá skilyrðum?

Heimilt er að veita undanþágur um lögheimili og leiguhúsnæði vegna 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili.

Ef þú ert í virkri húsnæðisleit getur þú sótt um sérstakan húsnæðisstuðning þó að leigusamningur liggi ekki fyrir. Slíkar umsóknir gilda í þrjá mánuði frá samþykkisdegi. Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings hefst síðan þegar réttur til húsnæðisbóta hefur verið staðreyndur.

Hvaða upphæð fæ ég?

Upphæðin sem þú getur fengið fer eftir félagslegum aðstæðum, leigufjárhæð og samanlögðum tekjum og eignum alls heimilisfólks sem er eldra en 18 ára. Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 100.000 kr. 

Þú getur kíkt á reiknivél sérstaks húsnæðisstuðnings til að sjá hvað þú átt rétt á hárri upphæð.

Hvar sæki ég um sérstakan húsnæðisstuðning? 

Þú sækir um sérstakan húsnæðisstuðning á rafrænan hátt á Mínum síðum. 

 

Einnig er hægt að fylla út umsókn á PDF-formi og senda á VELumsokn@reykjavik.is eða skila á miðstöð í þínu hverfi.

 

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Frekari upplýsingar veitir starfsfólk miðstöðva.

Einnig er hægt að hringja í þjónustuver Reykjavíkurborgar í síma 411 1111 eða senda tölvupóst í upplysingar@reykjavik.is.