Spurt og svarað um sérstakan húsnæðisstuðning
Hér finnur þú algengar spurningar og svör um sérstakan húsnæðisstuðning.
Spurt og svarað
Sá sem er skráður fyrir leigusamningi að íbúðarhúsnæði getur sótt um sérstakan húsnæðisstuðning. Aðrir íbúar teljast heimilisfólk í umsókn. Séu fleiri en einn aðili að leigusamningi um íbúðarhúsnæði er gert ráð fyrir að heimilisfólk komi sér saman um hvert þeirra skuli vera umsækjandi um sérstakan húsnæðisstuðning.
Athugaðu að fyrst þarf að sækja um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þarf að uppfylla nokkur skilyrði. Kynntu þér málið á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Heimilt er að samþykkja umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning þó svo að ekki liggi fyrir leigusamningur þegar liggur fyrir að umsækjandi er í húsnæðisleit. Gildistími umsóknar er þrír mánuðir frá samþykkisdegi en greiðsla sérstaks húsnæðisstuðnings hefst ekki fyrr en réttur til húsnæðisbóta hefur verið staðreyndur.
Já, það skiptir máli.
Ef um er að ræða einstakling skerðast greiðslur ekki ef tekjur eru undir 5.935.476 kr. á ári eða 494.623 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 7.419.345 kr. á ári eða 618.279 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Ef um er að ræða tvo íbúa skerðast greiðslur ekki ef samanlagðar tekjur eru undir 7.894.184 kr. á ári eða 657.849 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 9.867.730 kr. á ári eða 822.311 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Ef um er að ræða þrjá íbúa skerðast greiðslur ekki ef samanlagðar tekjur eru undir 9.199.988 kr. á ári eða 766.666 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 11.499.985 kr. á ári eða 958.332 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Ef um er að ræða fjóra íbúa skerðast greiðslur ekki ef samanlagðar tekjur eru undir 9.971.600 kr. á ári eða 830.967 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 12.464.500 kr. á ári eða 1.038.708 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Ef um er að ræða fimm íbúa skerðast greiðslur ekki ef samanlagðar tekjur eru undir 10.802.567 kr. á ári eða 900.214 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 13.503.209 kr. á ári eða 1.125.267 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Ef um er að ræða sex eða fleiri íbúa skerðast greiðslur ekki ef samanlagðar tekjur eru undir 11.633.533 kr. á ári eða 969.461 kr. á mánuði. Þegar tekjur eru orðnar hærri en 14.541.916 kr. á ári eða 1.211826 kr. á mánuði fellur réttur til sérstaks húsnæðisstuðnings niður.
Já. Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári mega ekki vera hærri en 8.079.000 kr. Um er að ræða nettó eign, þ.e. allar eignir að frádregnum skuldum.
Eignir eru til dæmis innistæður á bankareikningum, bílar, hjólhýsi, mótorhjól, fasteignir og hlutabréfaeign, samkvæmt skattskýrslu.
Skuldir eru allar skuldir í árslok samkvæmt skattskýrslu.
Já, fólk sem greiðir 50.000 kr. og minna í leigu á mánuði getur ekki fengið sérstakan húsnæðisstuðning.
Já. Íbúðarhúsnæðið þarf að uppfylla lágmarksskilyrði, þ.e. eitt svefnherbergi ásamt séreldhúsi eða séreldurnaraðstöðu og sérsnyrtingu og baðaðstöðu. Ekki er hægt að sækja um húsnæðisbætur ef um er að ræða atvinnuhúsnæði skv. fasteignaskrá.
Námsfólk sem tekur á leigu herbergi eða íbúð á heimavist eða námsgörðum sem tengjast viðurkenndum menntastofnunum innan hins almenna menntakerfis hafa undanþágu frá þessari reglu og geta fengið húsnæðisbætur fyrir leigu á herbergi.
Það sama á við um sambýli fatlaðs fólks í húsnæðisúrræðum og sambýli einstaklinga á áfangaheimilum.
Það fer eftir aðstæðum, tekjum og eignum alls heimilisfólks eldra en 18 ára.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er reiknaður sem ákveðið hlutfall af húsnæðisbótum þannig að fyrir hverjar 1.000 kr. fær leigjandi greiddar 1.000 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning, að teknu tilliti til lækkunar samkvæmt öðrum skilyrðum reglna Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðnings og að teknu tilliti til áhrifa tekna.
Húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 100.000 kr. Upphæð sérstaks húsnæðisstuðnings tekur mið af tekjum alls heimilisfólks eldra en 18 ára.
Greiðsla sérstaks húsnæðisstuðningur fellur niður frá og með næstu mánaðamótum eftir að skilyrði reglna Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning eru ekki lengur uppfyllt eða þegar leigusamningur fellur úr gildi.
Árlega fer fram lokauppgjör á húsnæðisbótum hjá framkvæmdaraðila húsnæðisbóta vegna ársins á undan. Í kjölfar þess er sérstakur húsnæðisstuðningur endurreiknaður m.t.t. breytinga sem fram koma í lokauppgjöri húsnæðisbóta. Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fellur sjálfkrafa úr gildi ef í ljós kemur eftir endurreikning að umsækjandi er með tekjur hærri en heimilt er samkvæmt reglum allt árið á undan og alla mánuði fram að framkvæmd endurútreiknings.
Sérstakur húsnæðisstuðningur greiðist umsækjanda í fyrstu viku hvers almanaksmánaðar og er greiddur eftir á fyrir leigutíma undanfarandi almanaksmánaðar eða hluta úr almanaksmánuði, hefjist leigutími síðar en fyrsta dag almanaksmánaðar eða ljúki fyrir síðasta dag almanaksmánaðar. Samningur sem kann að vera í gildi milli umsækjanda og leigusala eða þriðja aðila um fyrirframgreiðslu húsnæðiskostnaðar breytir engu hér um.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er greiddur inn á þann reikning sem umsækjandi tilgreinir í umsókn. Heimilt er að greiða sérstakan húsnæðisstuðning til leigusala samkvæmt skriflegri beiðni umsækjanda.
Nei. Sérstakur húsnæðisstuðningur er undanþeginn skatti.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ekki greiddur lengra aftur en frá þeim almanaksmánuði sem umsóknin er móttekin. Óheimilt er að greiða sérstakan húsnæðisstuðning lengra aftur í tímann, þrátt fyrir að leiga hafi hafist fyrr og leigusamningur liggur fyrir því til staðfestingar.
Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.
Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra vegna 15–17 ára barna
Ef umsókn er synjað og þú telur sérstakar málefnalegar ástæður liggja fyrir því að veita skuli þér undanþágu frá reglum getur þú sent inn beiðni um áfrýjun til áfrýjunarnefndar velferðarráðs.