Hundahald

Nú eru hundar í Reykjavík skráðir eða afskráðir með rafrænum skilríkjum á island.is. Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR) heldur utan um málefni gæludýra í Reykjavík.

Áður en sótt er um

  • Kynntu þér samþykkt um hundahald í Reykjavík.
  • Ef þú býrð í fjöleignahúsi þá þarftu að afla samþykkis annarra eigenda áður en hundur kemur í húsið.
  • Óheimilt er að halda hund og skrá nema á heimili eigenda, eigandi þarf að vera 18 ára eða eldri.
  • Hvolpa skal skrá eigi síðar en 4 mánaða gamla.

Gjaldskrá

Lausagöngusvæði hunda

Í Borgarvefsjá má sjá svæðin þar sem lausaganga hunda er leyfð í Reykjavík. Til að skoða svæðin í borgarvefsjá þarf að opna valglugga (í vinstra horni á síðu), velja Þjónusta í valmynd og haka svo við Hundasvæði - lausaganga hunda. Hægt er að þysja inn hvert svæði um sig.

Hafa samband

Netfang: dyr@reykjavik.is

Sími: 822 7820

 

Hundaeftirlitið er nú hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur.

Ef erindið er brýnt, vinsamlegast leitið til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kvöldin og um helgar.