Hreinsun gatna og gönguleiða

Við komum ekki öll vel undan vetri - það þekkja götur og gönguleiðir. Þess vegna er megináherslan í hreinsun þeirra á vorin og fram á sumar þó þær fái líka örlitla yfirhalningu á haustin til að undirbúa sig fyrir komandi vetur.

Vorhreinsun

SMS símaskilaboð með dagsetningum hreinsunar eru send til íbúa og merkingar settar upp í götum áður en þær eru sópaðar og þvegnar. Til þess að allt gangi sem best biðjum við þig um að færa bílinn þinn af almennum svæðum í götunni. 

Hvenær kemur að mér?

Hver er forgangsröðunin í vorhreinsun?

Byrjað er á hreinsun helstu göngu- og hjólastíga - sem og stofnbrauta og tengibrauta og gatna og stíga í kringum þær.

 

Síðan hefst hreinsun og þvottur húsagatna, stétta og stíga við þær. 

 

Að lokum er farið í götuþvott á stofn- og tengibrautum.

Teikning af bekk og ruslatunnu á staur.

Hausthreinsun

Að hausti, eftir að lauf hafa tekið að falla, fer fram ein umferð af sópun á götum og gönguleiðum til þess að viðhalda góðu ástandi.

Hvað með miðbæinn?

  • Frá 15. apríl - 15. nóvember er miðbær Reykjavíkur hreinsaður daglega frá klukkan 06.00 - 09.00.
  • Miðbærinn er sápuþveginn að meðaltali aðra hverja viku og tjarnarbakkinn hreinsaður vikulega.
  • Frá 15. nóvember - 14. apríl er miðbærinn hreinsaður fjóra daga vikunnar. 
  • Stampar eru tæmdir daglega á fjölförnustu stöðunum.

Hvað með snjómokstur?

Þegar snjór fellur eða hálka myndast í Reykjavík er unnið samkvæmt viðbragðsáætlun vetrarþjónustu.