Systkinaafsláttur
Systkinaafsláttur reiknast sjálfkrafa fyrir börn sem eiga sama lögheimili. Þessi afsláttur gildir þvert á þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er 100% fyrir hvert barn umfram eitt. Systkinaafsláttur af fæði er 100% hjá börnum umfram tvö.
Hvernig reiknast systkinaafsláttur?
Systkinaafsláttur reiknast sjálfkrafa hjá börnum með sama lögheimili. Afslátturinn gildir fyrir bæði dvalar- og fæðisgjöld og reiknast á eftirfarandi hátt:
Systkinaafsláttur af dvalargjaldi
Gildir þvert á þjónustu dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Afslátturinn er 100% af dvalargjaldi eldri barna fyrir sama fjölda dvalarstunda og yngra barn.
Systkinaafsláttur af fæðisgjaldi
Gildir þvert á þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Afslátturinn er 100% ef skráð eru fleiri en tvö börn.
Systkinaafsláttur vegna skiptrar búsetu foreldra
Hægt er að sækja um systkinaafslátt þó foreldrar séu með skipta búsetu. Senda þarf inn umsóknareyðublað til skóla- og frístundasviðs.
Dæmi
Dæmi um útreikning systkinaafsláttar.
Dæmi 1
| Barn | Tegund vistunar | Afsláttur |
|---|---|---|
| Yngsta barn | Dagforeldri | Enginn afsláttur, greitt fullt gjald. |
| Miðjubarn | Leikskóli | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi í leikskóla af sama dvalartímafjölda og yngsta barn. Greitt fyrir fæði. |
| Elsta barn | Frístund og skólamáltíðir | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi í frístund. Greitt fyrir síðdegishressingu og skólamáltíðir í mataráskrift. |
Dæmi 2
| Barn | Tegund vistunar | Afsláttur |
|---|---|---|
| Yngsta barn | Dagforeldri | Enginn afsláttur, greitt fullt gjald. |
| Miðjubarn | Leikskóli | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi í leikskóla af sama dvalartímafjölda og yngsta barn. Greitt fyrir fæði. |
| Elsta barn | Leikskóli | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi af sama dvalartímafjölda og miðjubarn. Greitt fyrir fæði. |
Dæmi 3
| Barn | Tegund vistunar | Afsláttur |
|---|---|---|
| Yngsta barn | Leikskóli | Enginn afsláttur, greitt fullt gjald |
| Miðjubarn | Leikskóli | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi í leikskóla af sama dvalartímafjölda og yngsta barn. Greitt fyrir fæði. |
| Elsta barn | Frístund og skólamáltíðir | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi og fæðisgjöldum. |
Dæmi 4
| Barn | Tegund vistunar | Afsláttur |
|---|---|---|
| Yngsta barn | Leikskóli | Enginn afsláttur, greitt fullt gjald. |
| Miðjubarn | Frístund og skólamáltíðir | 100% systkinaafsláttur af dvalargjaldi í frístund. Greitt fyrir síðdegishressingu og skólamáltíðir |
| Elsta barn | Skólamáltíðir | 100% systkinaafsláttur af skólamat. |