Umgengnisreglur sundlauga
Almennar umgengnisreglur og reglur um börn í sundlaugum ÍTR.
Almennar umgengnisreglur
- Börn yngri en 10 ára skulu vera í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Miðað er við fæðingarárið. Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna.
- Ósyndir skulu nota viðurkennda armkúta eða sundjakka.
- Börn komin á grunnskólaaldur skulu nota búningaaðstöðu ætlaða þeirra kyni.
- Þvoið ykkur vel án sundfata áður en farið er í laugina. Sundföt skulu vera hrein.
- Dýfingar eru ekki leyfðar af langhliðum og grynnri enda laugarinnar, né af bökkum barnalaugar.
- Notkun köfunartækja og flotleikfanga er óheimil í lauginni nema með sérstöku leyfi sundlaugarvarða. Tæki skal vera vottað
- Öll notkun tóbaks, neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð á sundlaugarsvæðinu. Fólki undir áhrifum er óheimill aðgangur
- Notkun myndavéla og síma er stranglega bönnuð í búningsklefum. Notkun verður kærð til lögreglu.
- Sundstaðir bera ekki ábyrgð á eigum sundgesta. Notið aðstöðu til verðmætageymslu. Geymið skó í skápum.
Sýnið öðrum gestum tillitssemi og njótið dvalarinnar.
Reglur um börn
Börn án fylgdar
- 1. júní 2023 geta börn fædd árið 2013 og fyrr farið í sund án fylgdarmanns (að loknum 4. bekk).
- Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
- Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers nema um sé að ræða foreldri/forráðamann (sbr. reglugerð um sund- og baðstaði 1.kafla 14.gr).
Ungmenni byrja að greiða í sund 1. ágúst árið sem þau verða 16 ára
- Frítt er fyrir börn og ungmenni 0-16 ára.
- 1. ágúst 2022 greiða börn fædd árið 2006 ungmennagjald.
- Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forráðamann. Ósynd börn skulu vera með armkúta/sundvesti.
Klefar
- Miðað er við að börn fari í klefa merkta sínu kyni þann 1. júní það ár sem barnið byrjar í grunnskóla (verður 6 ára).
- Hægt er að biðja um að starfsmaður fari með barni í gegnum klefann.
- Í þeim tilfellum sem börn þurfa áfram aðstoð en geta ekki farið með forráðamanni af gagnstæðu kyni í klefa er boðið upp á sérklefa* en þá er að finna í öllum sundlaugum.
*Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti: Transfólki (og börnum) þ.m.t. kynsegin fólk, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.