Um Sundhöll Reykjavíkur

Sundhöllin var tekin í notkun árið 1937. Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði húsið. Sundhöllin er tæpir 2.700 fermetrar að stærð. Í henni er sundlaug, barnalaug, heitir pottar, eimbað og stökkbretti auk aðstöðu til líkamsræktar.

Arkitekt

Guðjón Samúelsson.

Byggingarár

1929–1937

Saga byggingarinnar

Í æviminningum Knud Zimsen, bæjarverkfræðings 1902, kemur fram að hann gerði tillögu að byggingu yfirbyggðrar sundlaugar í Reykjavík, tillagan fékk ekki hljómgrunn í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Árið 1927 kemur  Jónas frá Hriflu með þá hugmynd að ríkissjóður leggði fram 50 þúsund krónur í Sundhallarbyggingu gegn því að bæjarsjóður legði fram jafn háa upphæð. Tilllagan var ekki samþykkt.

Árið 1928 bar ríkisstjórnin fram frumvarp um byggingu Sundhallar í Reykjavík. Frumvarpið hljóðaði uppá að ríkið leggði fram 100 þúsund krónur og að borgin legði fram annað eins auk lóðarinnar.

Fyrsta tillaga Guðjóns Samúelssonar var bygging í burstabæjarstíl. Laugin átti að vera þrískipt, ein laugin átti að vera fyrir börn, önnur stærri fyrir íþróttamenn, sú þriðja átti að vera sjólaug. Hætt var við að byggja eftir fyrstu tillögu Guðjóns, en árið 1929 var byrjað á að reisa Sundhöllina í þeirri mynd sem hún er í dag. Í nokkur ár gekk hvorki né rak með bygginguna vegna fjárskorts. Sundhöllin var loksins tekin í notkun 23. mars 1937.

Stærð byggingar: 2.661 m2 Rúmmál: 9.590 m3
Stærð lóðar: 5.250 m2 Fjöldi bílastæða: 30

Viðbygging

  • Upplýsingasíða um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur

Aðallaug - inni

Lengd: 25 m, breidd: 10 m Mesta dýpi: 4 m Hitastig: 29°C
Flatarmál: 250 m2 Heildarvatnsmagn: 780 m3  

Barnalaug - inni

Lengd: 7,2 m, breidd: 10 m Mesta dýpi: 1,10 m
Flatarmál: 72 m2 Hitastig: 30°C

Útilaug

     
     

Vaðlaug

     
     

Heitir pottar

Nuddpottur uppi Hitastig: 39°C 16,7 m2 | 17,6 m3
Heitur pottur uppi Hitastig: 42°C 10,4 m2 | 10,9 m3
Nuddpottur úti    

Kaldur pottur

   

Eimbað

Eimbað Sameiginlegt fyrir karla og konur: 

Sauna

Sauna Sameiginlegt fyrir karla og konur: 

Leiktæki

Tvö stökkbretti eru í lauginni. Það lægra er 1,0 m frá vatnsyfirborði, það hærra 2,75 m frá vatnsborði.

Forstöðumenn frá upphafi

Ólafur Þorvarðarson 1937-1942
Sigríður Sigurjónsdóttir 1942-1945
Þorgeir Sveinbjarnarson 1945-1971
Hermann Hermannsson 1971-1975
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir og Lilja Kristjánsdóttir 1975-1983
Kristján Ögmundsson 1983-1986
Stefán Kjartansson 1986-1993
Bjarni Kjartansson 1993-1998
Björg Snjólfsdóttir 1998-1999
Gísli Jensson 1999-2005
Óttarr Hrafnkellsson 2005-2005
Katrín Lovísa Irvin 2005-2010
Gísli Jensson 2010-2014
Logi Sigurfinnsson 2014-2019
Sigurður Víðisson 2019-2021
Drífa Magnúsdóttir 2021-