Almennt um þjónustumiðstöðina

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar almennar upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í þjónustumiðstöðina eða senda tölvupóst.

Þjónustumiðstöðvar eru í fimm hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Þær bera ábyrgð á framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og þar fer fram faglegt samstarf með áherslu á samþætta þjónustu.

Við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis starfa tæplega 500 einstaklingar. Framkvæmdastjóri er Sigtryggur Jónsson. Deildarstjóri félagsþjónustudeildar er Ásta Kristín Benediktsdóttir. Deildarstjóri sérfræðiþjónustu skóla er Helgi Hjartarson og deildarstjóri stuðningsþjónustudeildar er Þórdís L. Guðmundsdóttir.

Hjá þjónustumiðstöðinni eru á þriðja tug starfsstöðva sem sinna ýmis konar þjónustu, meðal annars búsetuþjónustu, félagsstarfi, heima- og stuðningsþjónustu.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis sinna sérstaklega tveimur þekkingarmiðstöðvarverkefnum undir kjörorðinu: „Samfélag fyrir alla“.

Verkefnin miðast að eldri borgurum og fötluðum einstaklingum.