Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.

Um sviðið

Sýn sviðsins er að byggja upp öfluga mannauðsþjónustu í því skyni að laða að, styðja við og þróa starfsfólk  þannig að það geti þjónað borgarbúum á þann hátt sem ávinnur sér virðingu og traust samfélagins. Einnig að starfsfólk borgarinnar hafi þá hæfni og færni sem þarf til mæta ábyrgð í starfi og veita það þjónustustig sem sett hefur verið.

Hlutverk

Starfsfólk sviðsins hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu, tryggir samræmi í framkvæmd og veitir stjórnendum ráðgjöf. Auk þess annast sviðið mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu í Ráðhúsi og annast gerð kjarasamninga. Auk þess leggur sviðið ríka áherslu á stöðugt og gott samstarf við stjórnendur og mannauðsþjónustu sviða með það að markmiði að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar og leggja grunn að góðri vinnustaðamenningu. Að lokum ber sviðið ábyrgð á launavinnslu og rekstri mannauðs- og launakerfa borgarinnar. 

Netfang: mannaudur@reykjavik.is

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri er Lóa Birna Birgisdóttir.

Skipurit

 

Víkka út
Fella saman
    1. Skrifstofa sviðsstjóra

  1. Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis

  2. Skrifstofa ráðninga og mönnunar

  3. Skrifstofa kjaramála

  4. Launaskrifstofa

MOS

    1. Skrifstofa sviðsstjóra

  1. Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis

  2. Skrifstofa ráðninga og mönnunar

  3. Skrifstofa kjaramála

  4. Launaskrifstofa

MOS

  • Mannauðs- og starfsumhverfissvið - Sviðsstjóri er Lóa Birna Birgisdóttir.
    • Stoðsvið
      • Skrifstofa sviðsstjóra
    • Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis
    • Skrifstofa ráðninga og mönnunar
    • Skrifstofa kjaramála
    • Launaskrifstofa