Skólanefndir framhaldsskóla

Samkvæmt 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 skipar menntamálaráðherra skólanefndir við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn.

Samkvæmt 6. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 skipar menntamálaráðherra skólanefndir við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd sitja fimm menn, tveir skipaðir skv. tilnefningu sveitarstjórnar og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Áheyrnarfulltrúar eru tveir með málfrelsi og tillögurétt, annar tilnefndur af kennurum skólans en hinn af nemendafélagi skólans. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt.