Skóla- og frístundastarf í tölum

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur safnar og heldur utan um mikið magn tölfræðilegra upplýsinga um starfsemi sviðsins, s.s. fjölda barna, starfsfólks og starfsstaða á fjölbreytilegum starfsvettvangi sviðsins.

Í skjölum hér fyrir neðan er hægt að sjá þessar upplýsingar fyrir tiltekið ár og einnig í mörgum þeirra, samanburð við fyrri ár. Að auki er hægt að finna tölfræðilegar spár um áætlaðan fjölda barna/nemenda á komandi árum.

Fram til ársins 2017 voru þessar upplýsingar aðgengilegar í fylgiskjölum árlegrar Stefnu og starfsáætlunar skóla- og frístundasviðs en frá og með árinu 2018 var hefðbundinni gerð starfsáætlana hætt en þess í stað unnið út frá nýrri menntastefnu Reykjavíkur.