Ævintýraborgir - Fossvogsblettur 2-2A

Lýsing

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 24. maí 2023 var lögð fram skipulagslýsing, dags. 18. maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina Fossvogsblettur 2-2A. Skipulagslýsing þessi tekur til erfðafestulanda að Fossvogsbletti 2 og 2A í Reykjavík. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Í nýju deiliskipulagi verður gert ráð fyrir leikskóla með allt að 150 börnum. Gerð hefur verið húsakönnun á vegum Borgarsögusafns þar sem íbúðarhús á lóðunum voru talin hafa miðlungs varðveislugildi og ekki gerð sérstök tillaga að verndun þeirra. Jafnframt var gerð úttekt á gróðri á svæðinu sem áður fyrr var hluti af ræktarsvæði í Fossvogsdal og lögð til hverfisvernd gróðurs í nýju deiliskipulagi. Óskað er eftir að ábendingar/umsagnir berist eigi síðar en 13. júní 2023 á netfangið skipulag@reykjavik.is

Lýsingin er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, reykjavik.is undir skipulag í kynningu.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur