SELMA - vitjanir og símaráðgjöf

SELMA er teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem hefur það markmið að efla heilbrigðisþjónustu við fólk sem notar heimahjúkrun og verður fyrir skyndilegum veikindum eða versnun á heilsufari. Tilgangurinn er að forða fólki frá innlögn á bráðamóttöku vegna veikinda sem hægt er að meðhöndla heima fyrir. Teymið er ráðgefandi bakland fyrir starfsfólk heimahjúkrunar.

Hvernig sæki ég um þjónustuna?  

SELMA er fyrir notendur heimaþjónustu. Starfsfólk heimaþjónustu metur hvort og hvenær sækja þarf um aðkomu SELMU-teymis.

Hvernig er þjónustan veitt? 

Þegar heilsa eða veikindi versna skyndilega getur teymisstjóri hjúkrunar eða heimilislæknir í samráði við starfsfólk óskað eftir aðkomu SELMU. Vitjanir fara fram á dagvinnutíma.

Næringarfræðingur starfar innan SELMU teymis. Beiðnir um næringarráðgjöf fara í gegnum starfsfólk heimahjúkrunar.

Hvað gerist næst? 

Ef ástand er alvarlegt og meðhöndlun í heimahúsi óraunhæf er viðkomandi sendur á bráðamóttöku.

Skoðun og greining SELMU leiðir ýmist til ráðgjafar eða breytinga á lyfjagjöf og fyrirkomulagi í þjónustu heimahjúkrunar. Fyrirmæli um meðferð og eftirfylgd eru gefin skriflega á heimili og í sjúkraskrá Sögu.  

Heimilislæknir er ábyrgur fyrir meðhöndlun sinna skjólstæðinga og þeir læknar sem starfa hjá SELMU upplýsa jafnan heimilislækni um niðurstöður og þau skref sem voru tekin

Endurmat og eftirfylgd á vegum SELMU er tímabundin, eftir eðli veikinda, í samvinnu við aðstandendur, heimahjúkrun og heilsugæslu.