Reglur um börn í sundlaugum ÍTR | Reykjavíkurborg

Reglur um börn í sundlaugum ÍTR

  • ""

Börn án fylgdarmanna:

1. júní 2018 geta börn fædd árið 2008 og fyrr farið í sund án fylgdarmanns (að loknum 4. bekk)
 

Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers nema um sé að ræða foreldri/forráðamann (sbr. reglugerð um sund- og baðstaði 1.kafla 14.gr).

Börn byrja að greiða í sund 1. júní árið sem þau verða 6 ára:

Frítt er fyrir börn 0-6 ára
1. júní 2018 greiða börn fædd árið 2012 barnagjald
 

Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forráðamann. Ósynd börn skulu vera með armkúta/sundvesti.

Klefar

Miðað er við að börn fari í klefa merkta sínu kyni þann 1. júní það ár sem barnið byrjar í grunnskóla (verður 6 ára). Hægt er að biðja um að starfsmaður fari með barni í gegnum klefann.  Í þeim tilfellum sem börn þurfa áfram aðstoð en geta ekki farið með forráðamanni af gagnstæðu kyni í klefa er boðið upp á sérklefa* en þá er að finna í öllum sundlaugum nema Vesturbæjarlaug en þar er sérklefi í hönnunarferli.

*Sérklefar eru sérstaklega ætlaðir til að taka vel á móti: Transfólki (og börnum) þ.m.t. kynsegin fólk, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni, fólki með heilsufarsvanda, svo sem stóma.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 2 =