Umhverfis- og heilbrigðisráð | Reykjavíkurborg

Umhverfis- og heilbrigðisráð

Formaður ráðsins er Líf Magneudóttir

Á fundi borgarstjórnar þann 19. júní 2018 var svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna samþykkt: Borgarstjórn samþykkir að stofna umhverfis- og heilbrigðisráð. Ráðið fari með loftslagsmál, loftgæði, úrgangsmál og sorphirðu, ásamt verkefnum heilbrigðisnefndar. Ráðið verður í flokki I skv. samþykkt um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa. Forsætisnefnd er falið að vinna samþykkt fyrir ráðið í samráði við umhverfis- og skipulagssvið sem skal lögð fram til samþykktar á fyrsta fundi borgarstjórnar í september. Ráðið starfar samkvæmt samþykkt um heilbrigðisnefnd þar til ný samþykkt liggur fyrir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 5 =