Persónuvernd

Teiknuð mynd af tré að sumri til.

Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur því sett sér svohljóðandi persónuverndarstefnu, í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga).

Persónuverndarstefna Reykjavíkurborgar

Með stefnu þessari leggur Reykjavíkurborg áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga sem og stefnumótun á vegum fagsviða og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu. Stefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga á vegum Reykjavíkurborgar, þar á meðal starfsemi í ráðum og nefndum borgarinnar, svo og þá starfsemi þar sem þriðja aðila hefur verið falið að sinna verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar.

Teikning af styttunni af Ingólfi Arnarsyni.

Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi

Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur því sett sér svohljóðandi persónuverndarstefnu, í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga).

Teikning af fjölskyldu sitja á rúmi og lesa.

Vafrakökur á reykjavik.is

Reykjavíkurborg notar vafrakökur á vefsvæði sínum til þess að bæta upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í ýmsum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni vefsvæða, tryggja gæði efnis sem þar er að finna og til þess að halda utanum tölfræði um notkun vefsvæðis og greiningar byggðar á þeim.

Teikning af köku með lógó Reykjavíkurborgar, kökusneið og servíettur.