P-kort hreyfihamlaðra í bílahúsum

  • Þegar ekið er inn í bílahús eða um leið og búið er að leggja bifreið í stæði þá er hringt í síma 411-3403 eða notaður aðstoðarhnappur til að gefa upp bílnúmer.
  • Ef P-kort hreyfihamlaðra er síðan á mælaborði við eftirlit starfsmanna Bílastæðasjóðs þá þarf ekki að fara í greiðsluvél heldur er nóg að aka að úthliði.
  • Bílahús á vegum Bílastæðasjóðs eru Stjörnuport, Vitatorg, Traðarkot, Ráðhúskjallari, Vesturgata og Kolaport (sjá nánar á forsíðu um staðsetningu og fjölda P-stæða í hverju húsi)