Námsmannaafsláttur

Teikning af barni að reikna dæmi á hundinn sinn og ungabarn fylgist með.

Ef að þú ert í skóla og með barn á leikskólaaldri gætir þú átt rétt á námsmannaafslætti.

Hver eru skilyrðin?

Vera í háskólanámi sem uppfyllir lánshæfisskilyrði LÍN og skráð í að minnsta kosti 25 ECTS einingar á önn. Vera í framhaldsskóla og uppfylla lánshæfisskilyrði LÍN.

Hvað ef við eignumst annað barn?

Ef að þið hafið fengið námsmannaafslátt og eignast annað barn getið þið sótt aftur um hann á meðan fæðingarorlofi stendur þrátt fyrir að aðeins annað foreldri uppfylli skilyrði um fjölda eininga. Athugið þó að það á aðeins við í níu mánuði. Með umsókn þarf að skila staðfestingu frá Fæðingarorlofssjóði um að foreldrið sé í fæðingarorlofi.

Vottorð

Vottorði þarf að skila fyrir hverja önn. Þar þarf að koma fram einingarfjöldi og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða. Afsláttur reiknast frá þeim degi sem vottorðum er skilað.

Ef vottorði frá skóla er ekki skilað með umsókn þarf það að berast innan 14 daga frá umsókn. Ef það berst ekki fellur umsóknin niður.