Kosningar og lýðræði

Leiðbeiningar um þátttöku í kosningum.

Efnisyfirlit

1. Lýðræði

  • Á Íslandi er lýðræði.
  • Lýðræði þýðir að við höfum öll áhrif á samfélagið.
  • Lýðræði þýðir til dæmis að fólk kýs hver eru á Alþingi eða hver er forseti.
  • Lýðræði getur líka farið fram í skólum og í félögum.
  • Lýðræði þýðir líka að fólk geti haft áhrif á ákvarðanir þeirra sem ráða.

2. Stjórnmála-flokkar, frambjóðendur og kjörgengi

  • Í stjórnmála-flokkum er fólk sem er með svipaðar hugmyndir um lögin í landinu og samfélagið.
  • Stjórnmála-flokkar eru til dæmis með mismunandi skoðanir á hvað við borgum mikið í skatta og hversu miklir peningar fara í skóla, spítala og aðra þjónustu sem mörg nota.
  • Þú getur kosið stjórnmála-flokka í Alþingis-kosningum (sjá kafla 4) og í sveitastjórnar-kosningum (sjá kafla 8).

Frambjóðendur

  • Í stjórnmála-flokkum er fólk sem vill starfa á Alþingi eða í sveitarstjórnum.
  • Þetta fólk er kallað frambjóðendur.
  • Frambjóðendur vilja vinna fyrir alla þjóðina eða fyrir sitt sveitarfélag.
  • Dæmi um sveitarfélög eru: Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður
  • Á vefsíðum stjórnmála-flokka eða í blöðum getur þú skoðað stjórnmálaflokkana og frambjóðendur.
  • Þú getur líka fengið að hitta fólkið og tala við það.
  • Stjórnmála-flokkar auglýsa oftast hvenær hægt er að hitta frambjóðendur.
  • Það er líka hægt að senda fyrirspurn á netföng flokkanna.
  • Þú getur tekið þátt í að ákveða hvaða frambjóðendur komast á lista hjá stjórnmála-flokkum.
  • Þá þarftu oftast að skrá þig í stjórnmála-flokkana en reglur um það geta verið mismunandi eftir flokkum.

Kjörgengi

  • Kjörgengi er orð yfir réttinn til þess að bjóða sig fram í kosningum.
  • Ef þú mátt kjósa í kosningum á Íslandi og ert með óflekkað mannorð þá máttu bjóða þig fram í kosningum. Að vera með óflekkað mannorð er að hafa ekki fengið þungan dóm fyrir glæp.

3. Alþingi, ríkisstjórn og ráðherrar

  • Alþingismenn vinna á Alþingi
  • Alþingismenn eru fólk í stjórnmálaflokkum sem við getum kosið á þing.
  • Á Alþingi ræða Alþingismenn til dæmis um menntun, húsnæði, læknisþjónustu og fleira sem skiptir allt fólk á Íslandi máli.
  • Alþingi setur lög á Íslandi um öll þau mál sem Alþingi fjallar um.

Ríkisstjórn

  • Ríkisstjórn verður til eftir Alþingiskosningar. Á Íslandi eru yfirleitt þeir flokkar í ríkisstjórn sem hafa samtals fengið meirihluta af atkvæðum kjósenda í kosningum.
  • Stjórnmála-flokkar sem eru í ríkisstjórn eru oftast sammála um helstu málefni í samfélaginu.

Ráðherrar

  • Flokkar sem mynda ríkisstjórn velja ráðherra sem bera ábyrgð á mismunandi málefnum í samfélaginu.
  • Til dæmis heilbrigðis-ráðherra og dómsmála-ráðherra.

4. Alþingiskosningar

  • Öll sem eru orðin 18 ára og eru íslenskir ríkisborgarar mega kjósa í Alþingiskosningum.
  • Þú mátt kjósa þann flokk sem þú vilt. Þú átt rétt á því að segja ekki neinum frá því hvaða flokk þú kýst.
  • Þú mátt bara kjósa einn stjórnmálaflokk í hverjum kosningum

Um hvað kýs ég?

  • Í Alþingis-kosningum kýst þú hvaða stjórnmálaflokk þú vilt hafa á Alþingi.
  • Í Alþingis-kosningum getur þú til dæmis kosið stjórnmála-flokka sem hafa mismunandi skoðanir á því hvernig heilbrigðis-kerfið og menntamál eiga að vera.

Hvar kýs ég?

  • Kjörstaðir eru á mörgum stöðum út um allt land. Það fer eftir því hvar þú býrð hvar þinn kjörstaður er.
  • Þú þarft að taka skilríki með á kjörstað. Skilríki er skjal með andlitsmynd og fleiri upplýsingum. Dæmi um skilríki eru vegabréf og nafnskírteini.

5. Forseti Íslands

  • Forseti er þjóðhöfðingi Íslendinga.
  • Forseti á að sameina þjóðina.
  • Forseti getur ekki búið til ný lög sjálfur en ef Alþingi samþykkir ný lög getur forseti vísað þeim í þjóðar-atkvæðagreiðslu.
  • Forseti kynnir Ísland fyrir fólki frá öðrum löndum
  • Forsetinn hittir reglulega forseta annarra landa, konunga, drottningar og fleiri.
  • Forseti veitir fálkaorðuna á hverju ári. Fólk sem fær fálkaorðuna er til dæmis fólk sem hefur staðið sig mjög vel í sínu starfi í mörg ár.

6. Forsetakosningar

  • Öll sem eru orðin 18 ára og eru íslenskir ríkisborgarar mega kjósa í forseta-kosningum.
  • Þú mátt bara kjósa einn frambjóðanda í hverjum forsetakosningum.

Hvar kýs ég?

  • Kjörstaðir eru á mörgum stöðum út um allt land. Það fer eftir því hvar þú býrð hvar þinn kjörstaður er.
  • Þú þarft að taka skilríki með á kjörstað. Skilríki er skjal með andlitsmynd og fleiri upplýsingum. Dæmi um skilríki eru vegabréf og nafnskírteini.

7. Sveitarstjórnir

Hvað er sveitarstjórn?

  • Í öllum bæjum og borgum á Íslandi er sveitarstjórn. Í Reykjavík er sveitarstjórnin borgarstjórn Reykjavíkur.
  • Borgarstjóri er framkvæmda-stjóri Reykjavíkur-borgar og er ráðinn af borgarstjórn.

Hvað gera sveitarstjórnir?

  • Sveitarstjórnir ráða hvar hús eiga að vera staðsett í borginni, til dæmis íbúðir, sundlaugar og íþróttavellir.
  • Sveitarstjórnir ráða líka yfir málefnum grunnskóla og leikskóla.
  • Sveitarstjórnir ráða líka yfir þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara.

8. Sveitarstjórnar-kosningar

  • Öll sem eru orðin 18 ára og eru íslenskir ríkisborgarar mega kjósa í sveitarstjórnar-kosningum.
  • Ef þú ert með danskan, finnskan, norskan eða sænskan ríkisborgararétt máttu líka kjósa í sveitarstjórnarkosningum ef þú ert 18 ára eða eldri.
  • Þú þarft líka að vera með lögheimili í sveitarfélaginu sem þú vilt kjósa í.
  • Ef þú ert með ríkisborgara-rétt frá öðru landi máttu líka kjósa í sveitarstjórnar-kosningum ef þú hefur verið með lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár fyrir kosningarnar.
  • Þú þarft líka að vera 18 ára eða eldri og með lögheimili í sveitarfélaginu þar sem þú vilt kjósa.
  • Þú mátt kjósa þann flokk sem þú vilt. Þú átt rétt á því að segja ekki neinum frá því hvaða flokk þú kýst.
  • Þú mátt bara kjósa einn stjórnmálaflokk í hverjum kosningum.

Hvar kýs ég?

  • Kjörstaðir eru á mörgum stöðum út um allt land. Það fer eftir því hvar þú býrð hvar þinn kjörstaður er.
  • Þú þarft að taka skilríki með á kjörstað. Skilríki er skjal með andlitsmynd og fleiri upplýsingum. Dæmi um skilríki eru vegabréf og nafnskírteini.

9. Aðstoð við að kjósa

Þú getur fengið aðstoð við að greiða atkvæði í öllum kosningum ef þú þarft aðstoð vegna fötlunar

Þú getur fengið aðstoð við að kjósa frá kjörstjóra eða aðstoðarmanni sem fylgir þér á kjörstaðinn.

Aðstoðarmaður getur til dæmis verið foreldri, systkini eða maki.

Aðstoðarmaður kjósanda skrifar undir þagnarheiti. Það þýðir að aðstoðarmaðurinn má ekki segja öðrum frá því hvernig þú kaust. 25 Réttindagæslumenn fatlaðs fólks er fólk sem þú getur talað við ef þig vantar aðstoð við að kjósa. Þú getur fundið upplýsingar um réttindagæslumenn á vefsíðunni www.rettindagaesla.is.

10. Á kjörstað

Kjörstaður er sá staður sem þú mætir á til þess að kjósa. Þegar þú kemur á þinn kjörstað getur starfsfólk gefið þér upplýsingar um hvar þú átt að kjósa. Kjörstaðnum er skipt upp í nokkrar kjördeildir.

Í þinni kjördeild er starfsfólk sem réttir þér kjörseðil og vísar þér inn í kjörklefa þar sem þú greiðir atkvæðið þitt. 27

Inni í kjörklefanum eru blýantar og blað með nöfnum stjórnmála-flokkanna og frambjóðendanna.

Þú ferð inn í kjörklefann og skrifar X við stjórnmála-flokkinn sem þú vilt kjósa á kjörseðilinn þinn. Ef þú ert með aðstoðarmanneskju með þér getur hún hjálpað þér við að skrifa X á blaðið.

Þegar þú ert búin/nn/ð að greiða atkvæði ferðu út úr kjörklefanum og lætur atkvæðið þitt í kjörkassa.

Dæmi um kjörseðil

Dæmi um kjörseðil

11. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Ef þú kemst ekki að kjósa á kjördag er hægt að kjósa fyrr. Það kallast atkvæðagreiðsla utan kjörfundar.

Sýslumenn auglýsa hvar og hvenær atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram.

Þú þarft að sýna skilríki þegar þú greiðir atkvæði utan kjörfundar.

Skilríki eru t.d. ökuskírteini eða vegabréf.

Þá færðu kjörseðil og umslag

Í kjörklefanum eru annaðhvort blýantar eða stimplar fyrir flokkana sem eru í framboði.

Þú þarft að fara inn í kjörklefa og skrifa eða stimpla bókstaf flokksins sem þú vilt kjósa á seðilinn.

(Mundu að það er hægt að fá aðstoð við að kjósa - sjá kafla 9).

Svo seturðu atkvæðið í umslagið, límir það aftur og ferð með það til kjörstjóra.

Að lokum seturðu atkvæðið í kjörkassa.