Hópastarf

Hópastarf er fyrir börn og unglinga sem þurfa stuðning við að bæta sjálfsmynd sína, auka virkni og þátttöku í samfélaginu. Starfið er fjölbreytt og lifandi og mótast af áhuga og hugmyndum þátttakenda hverju sinni. 

Hvernig sæki ég um hópastarf?

Hópastarfið er hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Fyrsta skrefið í að sækja um stuðningsþjónustu er að bóka símtal frá ráðgjafa.

""

Unglingasmiðjur

Unglingasmiðjurnar Stígur og Tröð eru hluti af hópastarfi. Þær eru öruggur vettvangur fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára til að stíga út úr þægindarammanum og þjálfa sig í að eiga samskipti við jafningja, styrkja sjálfsmynd sína, tjá sig af einlægni, setja sig í spor annarra og læra að treysta.

Krakkar spila pógó