Framtíðarsýn á samgöngur

Efling vistvænna ferðavenja er leiðarljós í allri stefnumörkun Reykjavíkurborgar. Lykillinn að því að ná árangri við að ferðavenjum er að tryggja samspil ákvarðana um þéttingu byggðar og umbætur sem varða almenningssamgöngur, hjólreiðar og gangandi vegfarendur.

Ökutæki

Reykjavíkurborg er næst stærsti vegahaldari landsins og í borginni eru margar ólíkar tegundir af götum. Unnið er markvisst að því að bæta gatnarými borgarinnar, gera þau vistlegri, gróðursælli og öruggari og að þau þjóni öllum ferðamátum. 

Aðalskipulag Reykjavíkur

Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Höfuðáherslan er lögð á að efla aðra ferðamáta en einkabílinn og draga þar með úr aukningu bílaumferðar og því álagi sem henni fylgir í gatnakerfinu. Meginviðmiðið er að með breyttum ferðavenjum verði vegið á móti þeirri umferðaraukningu sem þétting byggðar leiðir af sér. Þannig verði aukning bílaumferðar í gatnakerfinu aðeins óveruleg á skipulagstímabilinu þrátt fyrir fjölgun íbúa og starfa. Markmiðið er að stuðla að eins skilvirkum og öruggum samgöngum og kostur er án umfangsmikilla gatnaframkvæmda.

Vegagerðin

Vissir þú að Vegagerðin fer með veghald í þjóðvega í þéttbýli? Dæmi um þjóðvegi í borginni eru Kringlumýrarbraut, Miklabraut, Hringbraut, Vesturlandsvegur og Reykjanesbraut.