Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt ár hvert í minningu Tómasar Guðmundssonar fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Dómnefnd verðlaunanna er skipuð af borgarráði og er hún skipuð þremur einstaklingum.

Hvernig tek ég þátt?

Senda skal inn til Reykjavíkurborgar áður óútgefið handrit að ljóðabók, frumsamið á íslensku. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila í þremur eintökum, merktum dulnefni, en nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi.

Handrit berist í síðasta lagi miðvikudaginn 1. júní 2022.

Utanáskrift sendinga:

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO

Ráðhúsi Reykjavíkur

Tjarnargötu 11

101 Reykjavík

Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendinguna niður það ár.

Hver eru verðlaunin?

Verðlaunahafi hlýtur verðlaunafé. Það er greitt af Reykjavíkurborg og eru ein verðlaun veitt árlega í vetrarbyrjun. Árið 2022 verður upphæð verðlaunanna 1.000.000 krónur.

Hver skipar dómnefnd?

Dómnefnd verðlaunanna er skipuð af menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til eins árs í senn. Hana skipa þrír einstaklingar, einn samkvæmt tilnefningu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, einn samkvæmt tilnefningu Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO og einn samkvæmt tilnefningu Rithöfundasambands Íslands.

Eldri handrit

Natasha S hlaut verðlaunin árið 2022 fyrir handrit að ljóðabókinni Máltaka á stríðstímum. Aðrir sem áttu handrit í keppninni geta vitjað þeirra á skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar fyrir febrúarlok 2023 eftir það verður þeim eytt. Gefa þarf upp dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni verðlaunahafa.

Verðlaunahafar frá upphafi

2022:  Natasha S - Máltaka á stríðstímum                      

2021: Jón Hjartarson: Troðningar 

2020: Ragnheiður Lárusdóttir - 1900 og eitthvað

2019: Harpa Rún Kristjánsdóttir - Edda

2018: Haukur Ingvarssonar - Vistarverur

2017: Jónas Reynir Gunnarsson - Stór olíuskip

2016: Eyrún Ósk Jónsdóttir - Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa

2015: Ragnar Helgi Ólafsson - Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum

2014: Hjörtur Marteinsson - Alzheimer-tilbrigðin

2013: Bjarki Karlsson – Árleysi alda

2012: Dagur Hjartarson – Þar sem vindarnir hvílast - og fleiri einlæg ljóð

2011: Sindri Freysson – Í klóm dalalæðunnar

2010: Þórdís Gísladóttir – Leyndarmál annarra

2009: Eyþór Árnason – Hundgá úr annarri sveit

2008: Magnús Sigurðsson – Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu

2007: Ari Jóhannesson – Öskudagar

2006: Ingunn Snædal – Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökulvatn og ást

2004: Auður Ólafsdóttir – Rigning í nóvember

2002: Sigurbjörg Þrastardóttir – Sólar Saga

2000: Hjörtur Björgvin Marteinsson – AM 00

1998: Bjarni Bjarnason – Borgin bak við orðin

1997: Elín Ebba Gunnarsdóttir – Sumar sögur

1994: Helgi Ingólfsson – Letrað í vindinn.