Húsverndarstofa

Húsverndarstofa veitir ráðgjöf um viðhald og viðgerðir húsa. Sérfræðingar í viðhaldi á eldri húsum veita ráðgjöf á Árbæjarsafni alla miðvikudaga kl. 15:00-17:00 frá 1. febrúar til 30. nóvember. 

Hvenær og hvernig er veitt ráðgjöf?

Ráðgjöf er veitt alla miðvikudaga kl 15:00-17:00 frá 1. febrúar til 30. nóvember. Símaráðgjöf er á sama tíma í síma 411-6333. 

Byggingartæknisögusýningu á neðri hæð hússins er alltaf hægt að skoða, þegar Árbæjarsafn er opið. 

Hvað kostar þjónustan?

Þjónustan er gjaldfrjáls.

Hvaða hlutverki gegnir Húsverndarstofa?

Það þarf þekkingu og kunnáttu til að lesa gömul hús og túlka og nota upplýsingar á réttan hátt við viðgerðir og endurbætur. Sérfræðingar í viðhaldi á eldri húsum veita ráðgjöf um hvernig best er að bera sig að áður en framkvæmdir hefjast. Þar er einnig hægt að ræða tæknilegar útfærslur, skoða litakort, byggingarhluta og bækur eða fræðast um byggingar- og varðveislusögu. 

Húsverndarstofan er fyrir húseigendur, iðnaðarmenn, arkitekta, námsmenn og allt áhugafólk um byggingarsögu og húsvernd.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við Ölmu Sigurðardóttur með tölvupósti: alma.sigurdardottir@reykjavik.is

Nánari upplýsingar á vef Húsverndarstofu