Heimilislausir með miklar og flóknar þjónustuþarfir

Stefna í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir 2019–2025 var samþykkt á fundi borgarráðs þann 11. október 2019. Í stefnunni er horft til skilgreiningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á heimilisleysi (European Typology of Homelessness and Housing Exclusion; ETHOS).

ETHOS

Undir ETHOS skilgreininguna falla 13 þættir sem skiptast í fjóra flokka: 

  • Að vera á götunni (rooflessness) 
  • Að vera húsnæðislaus 
  • Að búa í ófullnægjandi húsnæði 
  • Að búa í ótryggu húsnæði 

Heimilislausir með miklar og flóknar þjónustuþarfir eru einstaklingar sem glíma við margþættan vanda (vímuefna- og/eða geðrænan, þroskafrávik og /eða mikil áföll í lífinu) og búa við lengri eða skemmri óstöðugleika í búsetu og þarfnast margháttaðs stuðnings. Þeir þarfnast sérhæfðrar lágþröskulda þjónustu- og búsetuúrræða sem felst í að fjarlægja hindranir í þeim tilgangi að auðvelda einstaklingi að nýta sér þjónustuna.

Húsnæði fyrst

Í vinnu með heimilislausum með miklar og flóknar þjónustuþarfir er lögð áhersla á virðingu fyrir einstaklingnum, valdeflingu og að auka  og efla sjálfsvirðingu hans. 

Unnið skal út frá hugmyndafræði skaðaminnkandi nálgunar og Húsnæði fyrst (Housing first - HF). 

Í aðgerðaráætlun eru sett fram átta yfirmarkmið og eru aðgerðaráætlanir við hvert þeirra. 

https://www.reykjavik.is/frettir/ny-stefna-i-malefnum-heimilislausra 

Í stefnunni kemur fram framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.  Sem dæmi má nefna: 

  • Að úthlutað verði í 20 smáhús fyrir lok árs 2021 
  • Að meta þörf á bráðabirgðahúsnæði m.t.t. þarfa heimilislausra kvenna 
  • Að Félagsbústöðum verði falin kaup á níu samliggjandi íbúðum fyrir konur þar sem veitt verði sólarhringsþjónusta 
  • Að Félagsbústöðum verði falin kaup á 11 íbúðum sem úthlutað verður með HF þjónustu

Útgjöld

Útgjöld Reykjavíkurborgar vegna málefna heimilislausra.

Kostnaður vegna búsetuúræða fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir og fólk með áfengis- og vímuefnavanda hefur aukist verulega síðasta áratug. Hann var rétt innan við 200 m.kr. ári 2010 en var rúmar 730 m.kr. árið 2019 og áætlað að hann verði yfir 1.200 m.kr. árið 2020.

Vantar graf

Samkvæmt fjárhagsáætlun 2021-2025 er gert ráð fyrir að kostnaður vegna búsetuúrræðana nemi árlega tæpum 1.366 m.kr.  

Því er áætlaður heildarkostnaður vegna búsetuúrræða fyrir heimilislausa næstu fimm árin 6.830 m.kr.

Vantar töflu