Búsetuúrræði hælisleitenda

Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg gert samning við Útlendingastofnun um að borgin taki að sér að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd húsnæði. Samningurinn við Útlendingastofnun hljóðar upp á þjónustu við 220 einstaklinga. Börn hafa að jafnaði verið um fjórðungur af þessum fjölda. 

Fjölbreytt húsnæðisúrræði

Haustið 2020 er Reykjavíkurborg með um 60 íbúðir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ýmist eru leigðar á frjálsum markaði eða í eigu Reykjavíkurborgar eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það er mikilvægt að húsnæðisúrræðin séu fjölbreytt af því að ýmist er veitt þjónusta til einstaklinga eða barnmargra fjölskyldna.  

Frá árinu 2015 hefur fjöldi flóttafólks sem kemur til landsins á eigin vegum og fengið vernd aukist jafnt og þétt. Í ágúst 2020 höfðu 323 einstaklingar og fjölskyldur fengið alþjóðlega vernd og mannúðarleyfi en til samanburðar fengu 376 einstaklinar vernd allt árið 2019.