Húsnæði byggt fyrir fatlað fólk

Áfangaskipt uppbyggingaráætlun vegna húsnæðis fyrir fatlað fólk gildir frá 2018–2030. Áætlunin byggir á núverandi stöðu biðlista og spá um þörf fyrir húsnæði fyrir fatlað fólk.

Nýjar íbúðir

Áætlunin gerir ráð fyrir 180-210 nýjum íbúðum fram til ársins 2030, þar af 123-141 íbúð fram til ársins 2025.

  • Þrír íbúðakjarnar með samtals 18 íbúðum voru teknir í notkun árið 2018 og tveir íbúðakjarnar með 12 íbúðum árið 2019.  
  • Þrír íbúðakjarnar með samtals 18 íbúðum, verða tilbúnir 2020. 
  • Sex íbúðakjarnar með 36 íbúðum verða tilbúnir 2021 
  • Einn íbúðakjarni með sex íbúðum verður tilbúinn 2022 
  • Hafin eru kaup á 44 íbúðum fyrir sjálfstæða búsetu með viðeigandi stuðningi. 

Frá 2018 hafa sex íbúðakjarnar fyrir fatlað fólk verið teknir í notkun, aðrir sex eru í byggingu og samþykkt deiliskipulag er fyrir byggingun fjögurra til viðbótar.

Vantar kort

Aðgengilegt húsnæði

Húsnæði fyrir fatlað fólk er íbúðarhúsnæði sem gert hefur verið aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks. Slíkt húsnæði þarf að vera í öllum hverfum borgarinnar þar sem uppbygging mun eiga sér stað og taka skal mið af margbreytileika í samsetningu íbúða en sú hugmyndafræði byggir á kenningum um félagsauð og gildi hans í samfélögum.