Hringrásargarður Álfsnesi

Hringrásargarður á Álfsnesi er til skoðunar.

Atvinnusvæði í þróun

Álfsnes

Álfsnes er talið henta vel til að byggja upp grænt atvinnusvæði, að mati þverfaglegs teymis sem skoðaði framtíðarmöguleika á svæðinu. Góðir innviðir eru á svæðinu sem henta fyrir slíka starfsemi, s.s. hafnaraðstaða og góðar vegtengingar. Einnig er á svæðinu gas- og jarðgerðastöðin GAJA sem er þungamiðja í hringrásarferlum.  

Verkefnið Hringrásargarður á Álfsnesi er hluti af Græna planinu. Skoða upplýsingasíðu fyrir Hringrásargarð á Álfsnesi
 

Fýsileikagreining: Hringrásargarður á Álfsnesi

Hringrásargarðar eru skipulagðir til að hámarka samvinnu fyrirtækja fyrir betri nýtingu auðlinda til hagsbóta fyrir umhverfi og samfélag. 
Ráðgjafateymi vann fýsileikagreiningu fyrir hringsrásargarð á Álfsnesi og hér má skoða skýrslu starfshópsins sem lögð var fyrir borgarráð í febrúar 2024

Teikning af pallbíl með fullan pall af pappír á ferð í kringum jörðina.

Hvar fæ ég frekari upplýsingar?

Atvinnu- og borgarþróunarteymi Reykjavíkurborgar vinnur að þróun atvinnusvæða. Sendu okkur póst á athafnaborgin@reykjavik.is 

Viltu vita meira eða ertu með athugasemd? Sendu tölvupóst á skipulag@reykjavik.is