Hringrásargarður á Álfsnesi

Auglýst eftir áhugasömum fyrirtækjum vegna þróunar hringrásargarðs á Álfsnesi.

Nú er kominn vísir að hringrásargarði á Álfsnesi þar sem fyrirtæki skiptast á auðlindastraumum þannig að affall eins fyrirtækis er auðlind annars. Atmonia, Björgun og Malbikstöðin eru dæmi um starfsemi á Álfsnesi þar sem hafin er vinnsla eða þróun á afurðum sem nýta auðlindastrauma frá Sorpu.

Árið 2024 er stefnt að því að deiliskipulag svæðisins verði uppfært og verður hringrásargarðurinn hér eftir gerður byggingarhæfur í áföngum. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem iðnaðarsvæði.

Unnið er að fýsileikakönnun um hringrásargarðinn og hvernig hægt sé að efla og þróa hann í takt við þarfir og framtíðaráform fyrirtækja. 

Falleg loftmynd af Álfsnesi með Esjuna í bakgrunn.

Nýting auðlindastrauma

Við köllum í því samhengi eftir fyrirtækjum og öðrum aðilum, sem hafa áhuga á að vera með starfsemi í hringrásargarðinum á Álfsnesi. 

Markmiðið er að kortleggja áhuga fyrirtækja og hvaða auðlindastrauma við sjáum fyrir okkur á svæðinu svo hægt sé að þróa svæðið áfram á sem farsælastan hátt.

Verkefnið er hluti af Græna planinu - heildarstefnu Reykjavíkur til 2030. 

Áhugasöm eru beðin um að senda inn stutta lýsingu á starfseminni, hversu stórt svæði óskað er eftir og hverjar eru líklegar orku- og 

hráefnisþarfir. 

Umsóknarfrestur

Erindi skulu berast fyrir 25. maí á athafnaborgin@reykjavik.is

Hringrásargarður - mynd af Álfsnesi