Hönnunarsamkeppni um nýja safnavefi
Reykjavíkurborg efnir til hönnunarsamkeppni um vefþróun, vefhönnun og forritun á nýjum vefsvæðum Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur. Samkeppnin er hönnunarsamkeppni með forvali og er öllum frjáls þátttaka í forvalinu.
Nýir vefir fyrir Listasafn Reykjavíkur og Borgarsögusafn Reykjavíkur
Auglýst er eftir þátttöku í forvali fyrir hönnunarsamkeppni um nýja safnavefi. Markmið samkeppninnar er að fá bæði reynd og reynsluminni fyrirtæki til að koma með áhugaverðar tillögur að hönnun framtíðarvefsvæða safnanna. Þrjú fyrirtæki verða valin í forvalinu og þeim boðið að taka þátt í samkeppninni. Þau fá hvert um sig 350.000 kr. auk virðisaukaskatts til að vinna tillögur fyrir samkeppnina. Heildarfjárframlag til verkefnisins er að hámarki 28.500.000 kr. auk virðisaukaskatts.

Umsóknarferli
Þrep 1
Forval, umsókn með umbeðnum gögnum fyrir þrep 1 skilað inn.
Þrep 2
Þrjú teymi valin áfram og boðið að taka þátt í samkeppninni að uppfylltum skilyrðum fyrir þrep 2.
Þrep 3
Vinningstillaga er valin og gengið verður til samninga að uppfylltum skilyrðum fyrir þrep 3.
Tímalína fyrir hönnunarsamkeppni
- 2. ágúst - Forval og samkeppni auglýst
- 12. ágúst - Fyrirspurnarfrestur bjóðanda fyrir kl. 12 á hádegi
- 15. ágúst - Svarfrestur kaupanda
- 18. ágúst - Skilafrestur umsókna fyrir kl. 12 á hádegi
- 23. ágúst - Niðurstaða forvals
- 26. ágúst - Samkeppnislýsing gefin út til keppenda
- 29. ágúst - Fyrirspurnarfrestur bjóðanda fyrir kl. 12 á hádegi
- 2. september - Svarfrestur kaupanda
- 21. september - Keppendur skila inn tillögum fyrir kl. 12 á hádegi
- 30. september - Niðurstaða dómnefndar liggur fyrir
Markmið og þarfir
Sameiginleg markmið nýrra vefsvæða safnanna eru eftirfarandi:
-
Einfaldir og notendavænir vefir sem skila ímynd safnanna til notandans
-
Vefir sem kynna söfnin og starfsemi þeirra og miðla upplýsingum
-
Vefir sem bæta aðgengi allra að söfnunum
-
Vefir sem auka samkeppnishæfni safnanna á alþjóðlegum markaði
-
Vefumsjónarkerfi sem auðveldar starfsfólki viðhald og umsýslu vefsvæðisins
-
Vefverslunarkerfi til að geta sinnt stafrænni þjónustu; s.s. miðasölu á netinu og bókun á heimsóknum
Forvalsnefnd og dómnefnd
Útskýringar á skammstöfunum: ÞON er Þjónustu- og nýsköpunarsvið en MOF stendur fyrir Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar.
Forvalsnefnd
- Fulltrúi ÞON – Ólafur Sólimann Helgason
- Fulltrúi MOF – Lára Aðalsteinsdóttir
- Stafrænn vöruhönnuður – Auðbergur Daníel Gíslason
Dómnefnd
- Fulltrúi Listasafns Reykjavíkur – Ólöf Kristín Sigurðardóttir
- Fulltrúi Borgarsögusafns Reykjavíkur – Guðbrandur Benediktsson
- Fulltrúi ÞON – Gísli Guðmundsson
- Viðmótshönnuður – Valgerður Pétursdóttir
- Grafískur hönnuður – Ármann Agnarsson
Ef upp koma vafaatriði við mat á tillögum getur dómnefnd leitað ráðgjafar sérfræðinga Reykjavíkurborgar.
Ritari: Ingunn Eyþórsdóttir, verkefnastjóri á ÞON
Hönnunsamkeppnin er á vegum Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg býður samkeppnina út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboð
Fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu skulu sækja um þátttöku á útboðsvef Reykjavíkurborgar.
Öll samskipti skulu fara fram með skriflegum hætti í gegnum flipann „Samskipti/Correspondence“ fyrir forvalið á útboðsvef Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn
Allar nánari upplýsingar um forvalið er að finna í forvalslýsingu. Í þarfagreiningu er farið yfir helstu þarfir fyrir nýja vefi Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur.
