Hljóðvistarstyrkur
Styrkir til hljóðvistarglers hafa verið lagðir niður af borgarstjórn í hagræðingarskyni til næstu fjögurra ára, eða til 1.1.2027. Styrkir þessir eru ekki hluti af lögbundinni skyldu sveitarfélaga og því verða þeir lagðir niður þar til borgarstjórn ákveður annað.
Á ég rétt á styrk?
Ef að þú átt íbúðarhúsnæði við umferðargötur, þar sem hljóðstig vegna umferðar mælist að minnsta kosti 65 dB(A), utan við vegg eða glugga íbúðar, átt þú rétt á hljóðvistarstyrk.
Fjárhæð styrks
Fjárhæð hljóðvistarstyrks ræðst af því hversu mikill hávaði mælist utan við vegg eða glugga íbúðar sem og þeim fjölda fermetra af gleri sem skipta þarf út. Styrkur nemur að jafnaði 50 – 70% af kostnaði við úrbætur.