Hjónavígslur í Ráðhúsi

Hægt er að leigja rými fyrir hjónavígslur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Um er að ræða tvo sali á þriðju hæð í norðurhluta Ráðhússins, Turn og Tjarnarbúð ásamt rými í Tjarnarsal.

Rými fyrir hjónavígslur

Rými fyrir hjónavígslur er til leigu mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga milli kl. 10:00-15:00. Miðað er við að athöfnin taki að hámarki eina klukkustund og fari fram standandi.

Fulltrúi viðburðastjórnar aðstoðar leigutaka við uppsetningu rýmis, dúkar og kertastjakar eru innifalin í leigu. Leiguverð er 30.000 kr. auk vsk. á virkum dögum en 40.000 kr. auk vsk. á laugardögum.

Skipulagning

Leigutaki annast alla skipulagningu, aflar nauðsynlegra leyfa og útvegar vígsluaðila og votta. Ekki verði fleiri en 50 gestir viðstaddir vígsluna. Aðgengi er tryggt fyrir öll. Leyfilegt er að skála að athöfn lokinni, ekki er leyft að vera með hrísgrjón, sápukúlur, glitpappír (konfetti) og þess háttar. Hægt er að leigja glös í Ráðhúsi sé þess óskað samkvæmt gjaldskrá.

Fulltrúi viðburðastjórnar er á staðnum á meðan á athöfn stendur.

Viðburðastjórn Ráðhúss Reykjavíkur er tengiliður fyrir leigu á sölum Ráðhúss fyrir hjónavígslur, og heldur utan um umsóknir og afgreiðslu þeirra.

Umsókn

Vinsamlegast fyllið út umsókn og látið fylgja ítarlega lýsingu á skipulagi athafnarinnar.