Hinseginfræðsla fyrir yngsta stig

Það eru hinsegin börn í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur börn. Hér er verkfærakista með námsefni í hinseginfræðslu fyrir yngsta stig sem inniheldur ýmiskonar efni s.s. bækur, kennsluhugmyndir og myndbönd. Efninu er raðað upp eftir tegund til að auðvelda kennurum leit að því sem hentar.

Kynhyrningurinn og kynjakakan

Hér eru myndir með útskýringum á hugtökunum kynhneigð, kyntjáning, kynvitund og kyneinkenni. Myndirnar eru góð verkfæri til að kenna börnum muninn á kynvitund, kyntjáningu og hverjum fólk laðast að.  

 

 

Við erum ein fjölskylda

Verkefni tekið úr mannréttindamenntunar bókinni Litli Kompás. Markmið verkefnisins er m.a. að stuðla að umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika og því sem er frábrugðið hinu hefðbundna.  Efni: Jafnrétti - Staðalímyndir - Hinsegin - Fjölbreytileiki

Stuttar teiknimyndir með hinsegin ívafi

Þrjár stuttar teiknimyndir með hinsegin söguhetjum. Myndirnar geta verið kveikjur að umræðum um hinsegin málefni, tilfinningar og ást. Í ævintýrinu um Rósalín er einnig uppbrot á staðalmyndum þar sem prinsessan er sterk og sjálfstæð og þarfnast ekki utanaðkomandi aðstoðar. Tenging við menntastefnu: Félagsfærni, Heilbrigði, Sjálfsefling

In a Heartbeat

Hugrakkasti riddarinn

Rósalín

Bækur sem fjalla um hinsegin málefni

 A family is a family is a family er bók á ensku um fjölbreytileg fjölskyldu form. Viðfangsefnið er jafnrétti, hinsegin og staðalímyndir. 

A plan for pops er bók á ensku um ungan dreng sem á samkynhneigða afa sem hann ver miklum tíma með. 

Are you a boy or a girl? er bók á ensku sem nýtist vel til að tala um hinsegin málefni við yngstu kynslóðina. 

Askur og prinsessan er ævintýrasaga fyrir börn um hann Ask sem reynir að bjarga prinsessu. Í sögunni eru hinsegin aukapersónur sem fella hugi saman.

Fjölskyldan mín er bók sem fjallar um að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform. 

I am Jazz er bók á ensku um trans stelpuna Jazz. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar.

 It feels good to be yourself : a book about gender identity fjallar um kynvitund og getur hjálpað til við að ræða kynvitund af virðingu.

It's okay to be different er bók á ensku sem fagnar fjölbreytileikanum. Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans

Jacob's new dress er bók á ensku sem fjallar um hann Jacob sem finnst gaman að vera í kjólum.  Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Trans - Staðalímyndir

Júlían er hafmeyja er fallega myndskreytt bók um Júlían sem elskar hafmeyjur og hefur gaman af því að klæða sig upp eins og hafmeyja. Bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar. Þessi bók er einnig til á ensku.

Julián at the wedding er fallega myndskreytt bók á ensku um Julián sem elskar hafmeyjur. Þetta er framhaldsbók og segir frá því þegar Julián fer í brúðkaup.

Kyn er allskonar er falleg myndasaga um kynvitund og kyntjáningu.

Morris Micklewhite and the tangerine dress er bók á ensku um ungan dreng sem elskar að vera í uppáhalds kjólnum sínum og lætur fordóma annarra ekki stöðva sig.

Not all princesses dress in pink er bók á ensku sem sýnir prinsessur gera fjölbreytta hluti í allskonar fötum svo sem að keppa í íþróttum og nota verkfæri. Viðfangsefnið er jafnrétti, hinsegin, staðalímyndir og kynhlutverk. 

Ofur mjúkar hetjur / Ofur sterkar prinsessur eru litabækur með ofurhetjum og prinsessum sem afbyggja staðalmyndir og kynhlutverk, eftir sænsku listakonuna Linnea Johanson.

Phoenix goes to school: a story to support transgender and gender diverse children fjallar um trans stelpuna Phoenix og hennar fyrsta dag í nýjum skóla.

Prinsarnir og fjársjóðurinn er saga um prinsana Huga og Magna sem giftast í lok sögunnar. 

Sparkle boy er bók á ensku um strákinn Casey sem elskar allt sem glitrar og glóir. Viðfangsefnið er jafnrétti, hinsegin, staðalímyndir og kynhlutverk. 

The sissy duckling er bók á ensku um andarunga sem fer sínar eigin leiðir. Viðfangsefni: Jafnrétti - Hinsegin - Staðalímyndir - Kynhlutverk - Trans

Vertu þú er bók sem segir litríkar sögur af fjölbreytileikanum og hvetur til fordómaleysis og víðsýni.

When Aidan became a brother er bók á ensku um trans strák.

Who are you? : the kid's guide to gender identity fjallar um kynvitund og getur hjálpað til við að ræða kynvitund af virðingu.

Þegar Rósa var Ragnar / Þegar Friðrik var Fríða er bók sem ætlað er að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Með bókinni fylgja kennsluleiðbeiningar. 

Hinsegin börn og fjölskyldur

Mikilvægt er að gera ráð fyrir því að foreldrar, forsjáraðilar og fjölskyldur nemenda geta verið hinsegin. Huga þarf að ýmsum þáttum til þess bæði að tryggja það að hinsegin fjölskyldur séu teknar með í reikninginn, finni fyrir því að þær séu velkomnar og gert sé ráð fyrir þeim, en einnig til þess að nemendur upplifi sig ekki út undan eða frávik fyrir það að eiga hinsegin fjölskyldu. Það þarf að huga að því hvernig fjölskyldur eru ávarpaðar, hverjum er gert ráð fyrir á eyðublöðum, hvernig þeim er boðið að taka þátt í skólastarfi, hvernig talað er um fjölskyldur í skólastofunni o.s.frv. Einnig þarf að huga að minnihlutaálagi hjá hinsegin foreldrum og forsjáraðilum.

Það er því mikilvægt að það sé skýrt að hinsegin fjölskyldur séu velkomnar. Rétt eins og með nemendur þá er vert að spyrja sig: „Hvernig vita hinsegin foreldrar og fjölskyldur að þau séu velkomin og að hér sé að finna stuðningsríkt umhverfi?“ Einnig getur vel verið að starfsfólk skólans eigi börn, foreldra, systkini eða aðra fjölskyldumeðlimi sem eru hinsegin og er því mikilvægt að tryggja hinseginvæna orðræðu.