Vinsamlegast mokið frá sorptunnum

Sorphirða

Í snjó og hálku er mikilvægt að huga að starfsskilyrðum starfsfólks sorphirðunnar. Mynd/Róbert Reynisson
Starfsfólk sorphirðu að störfum í miklum snjó.

Snjór og vetrarfærð gerir sorphirðu erfiðari en í snjó og hálku er mikilvægt að huga að starfsskilyrðum starfsfólks sorphirðunnar. Mokum frá tunnum, söndum og söltum gönguleiðir, pössum að hurðir og tunnur séu ekki frosnar fastar og sjáum til þess að lýsing sé góð. 

Unnið er í öllum flokkum í hverfi 105 en vinnan gengur hægt vegna snjóþyngsla en næst verður farið í hverfi 104 og 108. 

Athugið að þar sem ekki er búið að moka frá sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær. Takk fyrir samvinnuna.