Vetrarþjónustan í nótt og sorphirðan

Samgöngur Sorphirða

Teikning af snjóruðningsbíl að störfum.

Nýtt: (18. janúar) Snjór/þæfingur er yfir allri borginni og fara þarf varlega þar sem mögulega getur verið erfið færð í sumum húsagötum vegna snjósöfnunar eða mikillar hálku einkum og sér í lagi í efri byggðum. Öll tæki vetrarþjónustu eru að störfum á aðalleiðum og stígum. Byrjað verður að sinna vetrarþjónustu í húsagötum eftir klukkan átta.

Vetrarþjónustan er reiðubúin og er með allt tilbúið og munu verktakar fara að hreinsa götur og stíga í nótt og vinna allan daginn að verkinu á öllum tækjum. Nánari upplýsingar verður hægt að fá í fyrramálið og íbúar geta sent ábendingar á ábendingarvefinn.

Moka frá tunnum

Starfsfólk sorphirðunnar er einnig viðbúið slæmri færð og biður um að mokað verði frá sorptunnum þannig að hægt sé að tæma. Sorphirðan verður að störfum í Breiðholti, Árbæ og Grafarholti á morgun.

Í snjó og hálku er mikilvægt að huga að starfsskilyrðum starfsfólks sorphirðunnar. Mokum frá tunnum, söndum og söltum gönguleiðir, pössum að hurðir og tunnur séu ekki frosnar fastar og sjáum til þess að lýsing sé góð. Takk fyrir. 

Þar sem ekki verður búið að moka frá sorptunnum getur þurft að sleppa því að tæma þær.