Upptaka af íbúafundi um Veðurstofureitinn
Ágætlega sóttur kynningarfundar var haldinn 29. ágúst um tillögu að deiliskipulagi á Veðurstofuhæðinni. Fundurinn var tekinn upp og er nú aðgengilegur.
Á íbúafundinum kynnti fulltrúi Lendager og fulltrúar Reykjavíkurborgar tillöguna. Hægt er að nálgast gögn inn á skipulagsgátt hjá Skipulagsstofnun. Þar er jafnframt hægt að skila inn formlegum athugasemdum, ábendingum og umsögnum til 25. september.
Dagskrá fundar og tímasetningar á upptöku:
• 1:48: Dóra Björt Guðjónsdóttir – Formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnaði fundinn.
• 6:04: Borghildur Sturludóttir – Deildarstjóri deiliskipulags ávarpaði fundinn.
• 11:26: Arnhildur Pálmadóttir – Arkitekt hjá Lendager á Íslandi kynnti tillöguna.
• Gunnar Hersveinn fundarstjóri.
• Ingvar Jón Bates Gíslason fundaritari.
• Umræður og spjall við sérfræðinga á eftir.