Upplýsingar vegna tafa á sorphirðu

Sorphirða

Sorphirðubifreið

Sorphirða Reykjavíkur er á eftir áætlun í hirðu á pappír og plasti vegna tafa á afhendingu hirðubíla, fjölgunar sorptunna í nýju hirðukerfi og breyttri þjónustu einkaaðila.

Áætlun sorphirðu með blandaðan úrgang og matarleifar er aftur á móti á áætlun.  

Hirða á pappír og plasti er hafin í Árbæ og Grafarholti og verður unnið á morgun laugardag, 12. ágúst.

Hirða hefst líklega í Grafarvogi í seinni hluta næstu viku. Þá flyst hirðan yfir í Vesturbæinn.

Sorphirðubílum við hirðu á pappír og plasti mun fjölga um þrjá næsta mánudag, 14. ágúst, en taka mun tíma að vinna upp þær tafir sem orðið hafa.

Þörf á losun verður því mest í Árbæ og Grafarvogi í næstu viku og eru íbúar beðnir um að sýna þessu þolinmæði.

Vegna tafanna eru íbúar sérstaklega hvattir til að ganga vel um tunnur undir pappír og plast og brjóta vel saman umbúðir svo þær rúmist betur í tunnunum. Gott er að fara með viðamiklar umbúðir á grenndar- og endurvinnslustöðvar.

Upplýsingar um framgang hirðunnar má finna á vefsíðu fyrir sorphirðudagatal í Reykjavík