Tryggjum greiða leið að sorptunnum

Sorphirða

Eins og sjá má voru aðstæður starfsfólks sorphirðunnar oft erfiðar í febrúar.
Sorphirðufólk að störfum í miklum snjó.

Sorphirða Reykjavíkur vill minna íbúa á að moka frá sorptunnum við heimili og tryggja með því að gönguleiðir séu greiðar til að starfsfólk komist að til að tæma. Vinna við sorphirðu í skammdeginu og í hálku og snjó er erfiðisvinna.

Mikilvægt að sjá til þess að bílar eða önnur tæki hindri ekki aðgengi að sorpgerðum. Starfsfólk sorphirðunnar neyðist til þess að skilja tunnurnar eftir ef það kemst ekki að þeim til að losa. 

Unnið verður lengur hvern dag þessa lokaviku ársins 2022 og einnig á laugardag, gamlársdag, til þess að bregðast við erfiðri færð en tafir eru þrátt fyrir það óhjákvæmilegar.

Hjálpumst að, það er okkur öllum til hagsbóta.

Hálka - sanda og salta

Það er mikilvægt að salta eða sanda ef þarf og tryggja gönguleiðir svo sorphirðufólk Reykjavíkurborgar geti sinnt starfi sínu.

Myndasafn