Tímabundin lokun grenndarstöðvar við Suðurfell

Sorphirða

teikning af grenndarstöð

Vegna framkvæmda við Arnarnesveg og vinnu við stofnlagnir sem liggja um Suðurfell verður grenndarstöðinni við Suðurfell lokað tímabundið.  Stöðinni verður lokað 16. apríl næstkomandi og verður opnuð aftur síðsumars.

Næstu grenndarstöðvar eru við Vesturberg og Seljabraut. Jafnframt tekur endurvinnslustöðin við Jafnasel við öllum úrgangsflokkum á opunartíma stöðvarinnar.