Þekkir þú Reykvíking ársins?

Helga Steffensen var Reykvíkingur ársins 2019 fyrir framlag sitt til barnamenningar með 40 ára starfi Brúðubílsins. ljósmynd Reykjavíkurborg.
Helga Steffenssen Reykvíkingur ársins 2019 með lax í hendi.

Borgarstjórinn í Reykjavík óskar í tólfta sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar í borgarsamfélaginu. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins.

Til greina koma aðeins einstaklingar, sem hafa verið til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavík og íbúum borgarinnar til góða á einhvern hátt.

Þetta gæti verið einhver sem hefur haft jákvæð áhrif á  borgarlífið, sín nærumhverfinu alúð eða eða hefur gert mikið gagn í borginni á undanförnum árum með einhverjum hætti.

Hann, hún eða kvár sem hlýtur viðurkenningu sem Reykvíkingur ársins rennir fyrstur fyrir lax í Elliðaánum ásamt borgarstjóra í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur árnar á leigu. Í fyrra var Guðjón Óskarsson, eða tyggjóklessubaninn, valinn Reykvíkingur ársins en á undan honum var Þorvaldur Daníelsson hjá Hjólakrafti.

Ábendingar um einstaklinga eru vel þegnar og ber að senda þær inn ásamt rökstuðningi um það hvers vegna viðkomandi einstaklingur á heiðurinn skilinn á netfangið hugmynd@reykjavik.is eða bréflega til skrifstofu borgarstjóra merkt Reykvíkingur ársins. Frestur til að senda inn tilnefningar rennur út  mánudaginn 13. júní.

Reykvíkingur ársins frá upphafi