Tæki vetrarþjónustunnar að störfum á götum borgarinnar

Samgöngur

Vetrarþjónusta

Allar stofnleiðir í Reykjavík voru hreinsaðar í nótt. Snjómugga var fram eftir morgni á höfuðborgarsvæðinu, en éljalaust. Frost um  5 stig. Það gæti skafið seinna í dag, 27. desember.

Vestast í vesturbænum gæti dregið í skafla í dag en vonandi verður efri byggð í nokkru skjóli.

Öll tæki eru úti á götum ásamt aukavélum eftir þörfum. Ástandið er stöðugt og hægt að halda meginkerfinu opnu en húsagötur verða að bíða á meðan, þó er einhver vinna hafin með þær.