Stíga- og brúargerð í Elliðaárdal

Framkvæmdir Hjólaborgin

Göngu- og hjólabrú við Grænugróf í Víðidal

Nú standa yfir framkvæmdir við stígagerð frá Grænugróf að Breiðholtsbraut ásamt fullnaðarfrágangi göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaá við Grænugrófina. Nýr áningarstaður verður gerður við Dimmu. Vegfarendur munu því sjá vinnuvélar á svæðinu til 1. maí.

Gert er ráð fyrir að ljúka stígagerð að brúarstæðinu yfir Dimmu og steypa upp brúarstöpla fyrir 1. maí. Þá verður hlé gert á framkvæmdum vegna laxveiði í ánni en verkinu fram haldið eftir 15. október. 

Brýr verða gerðar á þremur stöðum í Elliðaárdalnum.

Stígur í stað stokka

Stígur í stað stokka er nýr upplifunartígur og tvær brýr sem koma í stað hitaveitustokka sem hafa verið mikilvæg göngutenging í Elliðaárdalnum. Þeir hafa verið fjarlægðir. Verkefnið er í umsjá Reykjavíkurborgar en er samstarfsverkefni borgar og Veitna. Fjármagn til framkvæmdanna kemur bæði frá Reykjavíkurborg og Veitum. Áætlað að hefja framkvæmdir í haust eftir útboð.

Grænagróf 

Grænagróf er ný göngu- og hjólabrú sem hluti af þriðja og síðasta áfanga göngu- og hjólaleiðar upp allan Elliðaárdalinn frá Höfðarbakka. Stígurinn nær alla leið að Dimmu sem er efsta þverun Elliðaár í Víðidal. Framkvæmdin er í umsjá Reykjavíkurborgar og unnin í samstafi við Vegagerðina. Verkefnið er fjármagnað af samgönguáætlun og er þegar hafið,.sjá framkvæmdasjá.

Dimma

Dimma er ný göngu og hjólabrú sem mun koma í stað gamals hitaveitustokks sem notaður hefur verið til þess að fara yfir ánna, en á nýjum stað. Verkefnið er í umsjá Vegagerðarinnar og hluti af heildarverkefni byggingu Arnarnesvegar og breikkun Breiðholsbrautar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og er fjármagnað af samgöngusáttmála.