Stefnumót við lýðræðið

Stjórnsýsla Mannréttindi

""

Miðvikudaginn 25. nóvember klukkan 19.30 gefst fólki tækifæri til að ræða sín á milli um lýðræðið í Reykjavíkurborg á rafrænum fundiEnglish link below/polski link poniżej 

Reykjavíkurborg vinnur nú að mótun lýðræðisstefnu sem mun leggja grunninn að skýrri og gagnsærri umgjörð um íbúalýðræði í borginni. Markmiðið er að efla samráð við borgarbúa og er þessi fjarfundur dýrmætt innlegg í mótun stefnunnar. Fundargestir setja fram sínar hugmyndir að betri og lýðræðislegri borg. 

Allir sem hafa áhuga á að leggja lýðræðinu lið eru velkomnir á fundinn. 

Dagskrá fundarins:

  • Kynning – 15 mínútur
  • Lota 1 – tekur 20 mínútur
  • Samantekt á lotu eitt í tíu mínútur
  • Lota 2 –  tekur 20 mínútur
  • Samantekt á lotu tvö í tíu mínútur
  • Lokaorð, sem taka um tíu mínútur

Fundarlok áætluð klukkan níu.

Öll velkomin að skrá ykkur og taka þátt,

Facebook viðburður fundarins

Hugmyndasíða um lýðræðisstefnu borgarinnar

Almennar upplýsingar um gerð lýðræðisstefnu borgarinnar

English version

Wersja polska