Sorphirða í hverfum

Umhverfi

""

Sorphirðan heldur áfram hirðu í hverfum en vel gekk að hirða sorp í Breiðholti í gær. Í dag og næstu daga er sorphirða í Árbæ, á Kjalarnesi, í Grafarholti og Norðingarholti en eftir það liggur leiðin í Grafarvog.

Sorphirðan er í takt við það sem segir í sorphirðudagatali.  Á föstudag eða í byrjun næstu viku er hirða í Vesturbænum og þaðan er unnið að hirðu við heimili að Elliðaánum þar sem rúnturinn endar.

Mikil áhersla er lögð á að íbúar  moki frá sorpílátum og tryggi greitt aðgengi að sorpgeymslum. Nokkuð hefur borið á því að fólk fari ekki að þeim fyrirmælum en sorphirðan er þá nauðbeygð til að hunsa tunnurnar.  Hægt er að setja umframsorppoka í stóra plastpoka og binda vel fyrir. Lausir pokar verða ekki hirtir.

Aðeins er tekið blandað heimilissorp, það er gráu tunnurnar. Íbúar geta farið með flokkunarefni á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar Sorpu. Hjálpumst að og látum þetta ganga vel. Undanþága frá verkfalli gildir til 6. mars en þá þarf að sækja aftur um leyfi til að halda sorphirðu áfram ef ekki nást samningar fyrir næstu helgi.