Á næstu vikum hefst snjallvæðing grenndarstöðva SORPU í Reykjavík. Settir verða upp skynjarar í alla grenndargáma í Reykjavík sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Á næstu mánuðum fá grenndargámarnir nýtt útlit og verður merkingakerfi þeirra samræmt við nýjar merkingar á tunnum við heimili.
Litlar og stóra grenndarstöðvar
Með nýju samræmdu flokkunarkerfi eru komnar tunnur fyrir blandaðan úrgang, matarleifar, plast og pappír við hvert heimili. Því hefur þörfin fyrir grenndargáma sem taka við þeim flokkum minnkað og grenndarstöðvar fengið nýtt hlutverk.
Lagt er upp með að grenndarstöðvar sem taki við málmum, gleri, textíl og flöskum séu ekki í meira en 500 metra fjarlægð frá heimili þar sem því er við komið. Þessar stöðvar kallast litlar grenndarstöðvar og verða tæplega 30 í Reykjavík.
Stærri grenndarstöðvar sem taka við pappír, plasti, gleri, málmum, textíl og flöskum verða samtals um 30 talsins og er miðað við að fjarlægð þeirra sé ekki meiri en um 1 km frá heimili.
Hvenær breytist stöðin mín?
Gera má ráð fyrir að einhver truflun verði á þjónustu grenndarstöðvanna á meðan breytingarnar standa yfir. Hér má sjá drög að áætlun fyrir breytingarnar en hún er birt með fyrirvara um breytingar. Í næstu viku, 19-23 febrúar verður breytingin gerð í póstnúmerunum 101, 102, 104, 105 og 107.
Við þökkum íbúum skilninginn á meðan breytingunum stendur.
Takk fyrir að flokka!