Skotsvæði um áramót á þremur stöðum

Umhverfi Mannlíf

""

Skotsvæði fyrir flugelda verða afmörkuð á Skólavörðuholti, Klambratúni og Landakotstúni á gamlárskvöld. Á þessum stöðum hefur safnast saman mikill mannfjöldi  ár hvert og með þessu er verið að draga úr hættu á slysum af völdum skotelda. Gæsluliðar verða á svæðunum frá kl. 22 - 01.  

Skólavörðuholt verður að hluta lokað akandi umferð í samráði við lögregluna til að tryggja betur öryggi íbúa og gesta á svæðinu. 

„Við hvetjum íbúa og gesti til að sýna aðgát og virða leiðbeiningar,“ segir Björg Jónsdóttir verkefnisstjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, sem heldur í ár utan um skipulagningu. „Upphaflega hugmyndin um afmörkuð skotsvæði er komin frá íbúum borgarinnar og hefur Sjóvá staðið við bakið þeim,“ segir hún.

Hér neðar á síðunni eru leiðbeiningar á nokkrum tungumálun bæði fyrir Íslendinga og erlenda gesti. Þær voru útbúnar af Sjóvá í fyrra og eru birtar með góðfúslegu leyfi.

Tengt efni:     

Leiðbeiningar / Instructions:

Landakotstún / at Landakot:

Skólavörðuholt / at Hallgrimskirkja:

Klambratún / at Kalbratún: