Reykjavík hlýtur Evrópustyrk til að meta loftslagsáhrif uppbyggingar

Loftslagsmál

Miðað er að því að meta áhrif uppbyggingar á ferðavenjur íbúa. Einnig verður borinn saman umhverfiskostnaður mismunandi bílastæðalausna og loftslagsáhrif ólíkra byggingarefna og framkvæmda. Mynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson
Byggingakrani. Blokk í byggingu. Fjall í baksýn.

Reykjavíkurborg hefur verið valin til þátttöku í nýsköpunarverkefni í loftslagsmálum sem er til 18 mánaða og er greitt af Evrópusambandinu. Reykjavík ein af 48 borgum sem voru valdar til þátttöku en verkefnið á að styðja við markmið borganna um flýta vegferð sinni í átt að kolefnishlutleysi fram til ársins 2030. Styrkurinn hljóðar uppá 600.000 evrur sem nemur ríflega 90 milljónum króna.

Leitað leiða til að draga úr loftslagsáhrifum

Styrkurinn verður nýttur til að meta loftslagsáhrif uppbyggingar í Reykjavík og hvaða leiðir eru færar til að draga úr þeim. Miðað er að því að meta áhrif uppbyggingar á ferðavenjur íbúa. Einnig verður borinn saman umhverfiskostnaður mismunandi bílastæðalausna og loftslagsáhrif ólíkra byggingarefna og framkvæmda. Samstarfsaðili Reykjavíkur í þessu verkefni er VSÓ ráðgjöf.

Með stuðningi NetZeroCities

Styrkurinn er veittur til hluta þeirra borga sem voru valdar sem þátttakendur í Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir. Verkefnið verður unnið með stuðningi NetZeroCities, líkt og verkefnið um kolefnishlutlausar og snjallar borgir og verður notað til stuðnings við gerð loftslagssamnings Reykjavíkurborgar.