Ný gjaldsvæði bílastæða verða tekin í notkun eftir helgi í Vesturbænum og miðborg. Eins og íbúar hafa orðið varir við hefur að undanförnu staðið yfir vinna við að setja niður mæla fyrir ný gjaldsvæði hjá Bílastæðasjóð Reykjavíkur. Framkvæmdum við það er nú lokið. Áður hefur verið sagt frá þessari breytingu en á mánudaginn 26. júní er komið að því að gjaldskylda verði tekin upp á þessum svæðum.
Svæðin sem um ræðir:
- Öldugata, Bárugata, Ránargata og Vesturgata milli Ægisgötu og Stýrimannastígs/Stýrimannastígur/Hrannarstígur/ Sólvallgata, Ásvallagata og Hávallagata að Hofsvallagötu/ Bjarkargata og Tjarnargata.
- Þórsgata, Freyjugata, Lokastígur milli Baldursgötu og Njarðargötu/Baldursgata frá Nönnugötu að Skólavörðustíg.
- Grettisgata milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs/ Skúlagarður (svæði - innigarður bakvið Rauðarárstíg, Laugaveg og Bríetartún).
Minnt er á að íbúar á gjaldskyldum svæðum geta sótt um íbúakort að uppfylltum vissum skilyrðum. Íbúakort gefur handhafa þess heimild til þess að leggja bifreið sinni án endurgjalds á gjaldskyldu svæði innan gildissvæðis korts síns.