Breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík

Bílastæðasjóður Samgöngur

Breytingar á gjaldskyldu taka gildi 1. október. Arctic Images/Ragnar Th.
Bílastæðamælir

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar. Niðurstöður talninga sýna mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum gjaldsvæða, sem gefa tilefni til að stækka gjaldsvæði á tilgreindum stöðum í samræmi við verklagsreglur. Einkum er um að ræða stækkun á gjaldsvæði 2, en einnig á gjaldsvæði 1 og 3.

Umhverfis og skipulagsráð samþykkti tillögu þess efnis á fundi sínum í gær en tillögunni hefur verið vísað til borgarráðs. Tillagan hefur verið borin undir og hlotið samþykki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tillagan tekur ekki gildi fyrr en eftir samþykki borgarráðs og birtingu. Áður en farið verður að innheimta gjald í samræmi við tillöguna verður komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf er á.

Um er að ræða eftirfarandi stækkanir gjaldsvæða:

1. Gjaldsvæði 1
a. Grettisgata milli Rauðarárstígs og Snorrabrautar

2. Gjaldsvæði 2
a. Hrannarstígur
b. Öldugata, Bárugata, Ránargata og Vesturgata á milli Ægisgötu og Stýrimannastígs
c. Stýrimannastígur
d. Blómvallagata
e. Ásvallagata og Sólvallagata austan Hofsvallagötu
f. Hávallagata milli Hofsvallagötu og Blómvallagötu
g. Tjarnargata frá nr. 33 að Hringbraut
h. Bjarkargata
i. Baldursgata frá Freyjugötu að Skólavörðustíg
j. Lokastígur og Þórsgata austan Baldursgötu
k. Inngarður afmarkaður af Laugavegi, Rauðarárstíg og Bríetartúni, Skúlagarður

3. Gjaldsvæði 3
a. Baldursgata og Bragagata frá Nönnugötu að Freyjugötu
b. Freyjugata frá Baldursgötu að Njarðargötu

Hægt að sækja um íbúakort

Íbúar á gjaldskyldum svæðum geta sótt um íbúakort að uppfylltum vissum skilyrðum. Íbúakort gefur handhafa þess heimild til þess að leggja bifreið sinni án endurgjalds á gjaldskyldu svæði innan gildissvæðis korts síns.