Mikilvægt að moka frá tunnum í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti

Umhverfi

""

Íbúar í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi eru vinsamlegast beðnir að greiða götu starfsfólks sorphirðunnar að tunnum með því að moka snjóinn og hálkuverja. 

Sorphirðan í Reykjavík er degi á eftir áætlun vegna aðstæðna og klárar ekki vinnuvikuna fyrr en á laugardaginn. Blandaður heimilisúrgangur er sóttur þessa vikuna í Árbæ, Grafarholti og í Grafarvogi en pappír og plast í Vesturbæ. Vandasamt getur verið að komast að tunnunum í tíðarfari sem þessu, stundum eru sorpgeymslur í kjöllurum og inn í görðum. Borgarbúar eru því beðnir um að kanna aðstæður og fylgjast með losun samkvæmt sorphirðudagatalinu

Sorphirða Reykjavíkur þakkar kærlega fyrir og mun gera sitt besta til að losa allar tunnur samkvæmt áætlun en bendir á að mikilvægt sé að íbúar leggi lið við snjómoksturinn. Gott er einnig að athuga með lýsingu við sorpgeymslur og skýli.

Tengill 

Sorphirðudagatal